Edduverðlaun 2003

Árni Torfason

Edduverðlaun 2003

Kaupa Í körfu

Vinsælasta myndin í bíóhúsum landsins um helgina síðustu reyndist bandaríska spennumyndin Sérsveitin. Myndatexti: Nói albínói fékk aukna aðsókn í kjölfar Edduverðlauna: Þórir Snær Sigurjónsson og Skúli Malmquist, framleiðendur myndarinnar, taka við verðlaunum fyrir bestu mynd ársins. Nói albínói sópaði að sér Edduverðlaunum sem veitt voru í kvöld. Myndin var valin bíómynd ársins, Dagur Kári Pétursson var valinn leikstjóri ársins og handritshöfundur ársins auk þess sem Tómas Lemarquis var valinn leikari ársins fyrir leik í titilhlutverkinu. Þá var Þröstur Leó Gunnarsson valinn leikari ársins í aukahlutverki í myndinni auk þess sem Nói albínói fékk verðlaun fyrir leikmynd. Eddu-hátíðin var haldin í húsakynnum Nordica hótels við Suðurlandsbraut. Verðlaunahafar voru valdir í sérstakri kosningu Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar en einnig gat almenningur látið álit sitt í ljós á mbl.is og giltu þau atkvæði 30%.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar