Við höfnina í Reykjavík

Jim Smart

Við höfnina í Reykjavík

Kaupa Í körfu

Hauststemmning HITINN fór víða yfir 12 stig á landinu í gær. Hlýjast var á Hallormsstað, en þar var hitinn 16°C klukkan tvö. Á Egilsstöðum var 14 stiga hiti og 13 í Ásbyrgi. Í Húsafelli fór hitinn í 13,5 stig í gær og í Reykjavík var hitinn 12 stig. Svalara var vestan- og norðanlands. Á Akureyri var 10 stiga hiti og 7 stiga hiti í Bolungarvík. Veðrið hefur sem sagt verið ákjósanlegt víða, eins og það best gerist á haustin. En jafnvel þótt tölurnar séu svo langt fyrir ofan núllið getur verið napurt að sitja kyrr og hugsa úti undir beru lofti eins og fyrirsætan á myndinni gerði við gömlu höfnina í Reykjavík í vikunni. Þá er eins gott að vera vel klæddur. Spáð er heldur svalara veðri á landinu í dag en var í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar