þórustaðir II og VII

Benjamín Baldursson

þórustaðir II og VII

Kaupa Í körfu

Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar útnefnir árlega snyrtilegasta býli sveitarinnar. Að þessu sinni kom það í hlut fjölskyldnanna á Þórustöðum II og VII. Þar búa Örlygur Þór Helgason og Margrét Sigfúsdóttir á Þórustöðum II og sonur þeirra og tengdadóttir, Helgi Örlygsson og Vigdís Helgadóttir, á Þórustöðum VII. Kartöflurækt er stunduð í stórum stíl á jörðinni. Þá má nefna að býlin eru þekkt að sérlega smekklegum jólaskreytingum sem vakið hafa óskipta athygli sveitunganna. Viðurkenning var veitt í hófi í nýopnuðu Smámunasafni sem kennt er við Sverri Hermannsson í Sólgarði, en formaður umhverfisnefndar í Eyjafjarðarsveit afhenti fólkinu áritaðan skjöld þessu til staðfestingar. MYNDATEXTI: Til fyrirmyndar: Sigmundur Guðmundsson, formaður Umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar, lengst til vinstri, Jón Helgi Helgason, Vigdís Sigfúsdóttir og Helgi Örlygsson við afhendingu viðurkenningarinnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar