þórustaðir II og VII
Kaupa Í körfu
Umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar útnefnir árlega snyrtilegasta býli sveitarinnar. Að þessu sinni kom það í hlut fjölskyldnanna á Þórustöðum II og VII. Þar búa Örlygur Þór Helgason og Margrét Sigfúsdóttir á Þórustöðum II og sonur þeirra og tengdadóttir, Helgi Örlygsson og Vigdís Helgadóttir, á Þórustöðum VII. Kartöflurækt er stunduð í stórum stíl á jörðinni. Þá má nefna að býlin eru þekkt að sérlega smekklegum jólaskreytingum sem vakið hafa óskipta athygli sveitunganna. Viðurkenning var veitt í hófi í nýopnuðu Smámunasafni sem kennt er við Sverri Hermannsson í Sólgarði, en formaður umhverfisnefndar í Eyjafjarðarsveit afhenti fólkinu áritaðan skjöld þessu til staðfestingar. MYNDATEXTI: Til fyrirmyndar: Sigmundur Guðmundsson, formaður Umhverfisnefndar Eyjafjarðarsveitar, lengst til vinstri, Jón Helgi Helgason, Vigdís Sigfúsdóttir og Helgi Örlygsson við afhendingu viðurkenningarinnar.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir