Hjáveitugöng fyrir Jöklu

Sigurður Aðalsteinsson

Hjáveitugöng fyrir Jöklu

Kaupa Í körfu

Lokið er við að bora og sprengja tvenn hjáveitugöng fyrir Jöklu í stíflustæðinu við Fremri-Kárahnjúk. Önnur göngin eru 752 metrar að lengd, en hin 835 metrar. Á heimasíðu Kárahnjúkavirkjunar kemur fram að 3-4 metra þykkar bergfyllur séu þó hafðar í öðrum enda beggja ganga til að koma í veg fyrir gegnumtrekk. MYNDATEXTI: Nú er lokið við að sprengja hjáveitugöng fyrir Jöklu. Ánni verður brátt veitt í þau og byrjað að undirbúa stíflustæðið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar