Baðféalag Mývatnssveitar ehf.

Birkir Fanndal

Baðféalag Mývatnssveitar ehf.

Kaupa Í körfu

Þúsund ára reynsla af unaðssemdum jarðbaðanna Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra tók í gær fyrstu skóflustungu að Jarðböðum í Mývatnssveit. Það er Baðfélag Mývatnssveitar ehf. sem nú er að hefja þá framkvæmd. Félagið hefur fengið lóð sunnan í Jarðbaðshólum í landi Voga. Þar er náttúruleg jarðgufa til staðar og þúsund ára reynsla af unaðssemdum þeim sem hafa má af hvíldarstund í jarðbaði. Einnig verður þarna byggt upp baðlón og búningsklefar ásamt öðru sem til þarf. Jarðhitavatn er sótt í gufuveitu Landsvirkjunar í Bjarnarflagi. Athöfnin í gær á athafnasvæði Baðfélagsins var mjög fjölsótt sem sýnir vel þann mikla áhuga og væntingar sem bundnar eru þessari framkvæmd meðal fólks í héraðinu MYDATEXTI: Öskulög: Sigbjörn Gunnarsson sveitarstjóri sýndi viðstöddum afar sérstök öskulög skammt frá fyrirhuguðu jarðbaði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar