Móðir Teresa

Sverrir Vilhelmsson

Móðir Teresa

Kaupa Í körfu

LEIKÞÁTTUR um móður Teresu verður sýndur í Seljakirkju í dag, laugardag, í tilefni þess að kaþólska kirkjan mun á morgun taka móður Teresu í tölu blessaðra Guðrún Þórðardóttir, leikkona, sem leikur móður Teresu, segir að hér á landi séu sex systur úr reglu móður Teresu og þær hafi útbúið leikþáttinn, sem sé unninn upp úr bréfum sem hafi verið opnuð fyrir ári síðan. Þar komi í ljós köllun móður Teresu þegar hún hafi ákveðið að fara úr reglunni, sem hún hafi verið í. "Hún fær þessa köllun innan köllunarinnar, eins og hún kallar það sjálf," segir Guðrún, "og þetta eru samtöl hennar við Jesú." Auk þess segir hún að systurnar hafi tekið saman sögu úr hjálparstarfi Teresu og inn í verkið flokkist mikil tónlist og dans, en systurnar hafi æft kórinn og krakkana sem dansa. Rúmlega 30 manns taki þátt í sýningunni í sjálfboðavinnu, bæði atvinnuleikarar og svo fólk af erlendum uppruna, sem séu í kaþólska söfnuðinum. Helga Jónsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir og Guðrún Þórðardóttir hafa unnið að því að koma verkinu saman en þær tvær fyrstnefndu hafa séð um leikstjórnina. Auk þeirra taka m.a. leikararnir Randver Þorláksson, Ólafur Guðmundsson og Jón Gunnarsson þátt í verkinu, en sýningin hefst klukkan 16.30 í Seljakirkju og er öllum opin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar