Endurskinsmerki

Kristján Kristjánsson

Endurskinsmerki

Kaupa Í körfu

"Fólk sést fimm sinnum betur í myrkrinu ef það er með endurskinsmerki," sagði Þorsteinn Pétursson, fræðslu- og forvarnarfulltrúi lögreglunnar á Akureyri, í tilefni af því að Íþróttabandalag Akureyrar og lögreglan hafa tekið höndum saman um aukna notkun endurskinsmerkja. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn, sagði að ábendingar hefðu borist þegar árlegt endurskinsmerkjaátak lögreglu stóð yfir síðastliðið haust um að ekki væri nóg að fara í skólana og beina áróðri til barnanna. Hann þyrfti einnig að ná til hinna fullorðnu. Samstarf ÍBA og lögreglunnar gengur út á að bandalagið hefur keypt 300 endurskinsmerki sem deilt verður út til íþróttafólks, en margir eru skokkandi um götur bæjarins eftir að skyggja tekur. Á myndinni setur Þorsteinn Pétursson endurskinsmerki á Þröst Guðjónsson, formann ÍBA, sem vonast til þess að almenningur setji upp endurskinsmerki áður en haldið er út í kvöldgöngur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar