Róshildur Agla Hilmarsdóttir

Róshildur Agla Hilmarsdóttir

Kaupa Í körfu

Fáar íþróttir reyna meira á fjölhæfni mannslíkamans en fimleikar. Í fimleikum reynir á styrk, jafnvægi og samhæfingu líkamans og því er fimleikaþjálfun fjölþættari en þjálfun margra annarra íþróttagreina. Róshildur Agla Hilmarsdóttir og Dagur Ingi Albertsson eru bæði tíu ára og æfa fimleika hjá Fimleikafélaginu Björk í Hafnarfirði. Róshildur byrjaði að æfa fimleika þegar hún var að verða fjögurra ára en Dagur er búinn að æfa fimleika frá því hann var sex ára. "Ég byrjaði í dansi þegar ég var lítil en mér fannst það ekkert sérstakt," segir Róshildur. "Svo stakk mamma upp á því að ég færi í fimleika og mér fannst það strax mjög skemmtilegt MYNDATEXTI: Róshildi finnst skemmtilegast að gera æfingar við tónlist.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar