Tálknafjörður - Fjarnám

Finnur Pétursson, fréttaritari á Tálknafirði.

Tálknafjörður - Fjarnám

Kaupa Í körfu

Síðla sumars var komið á laggirnar aðstöðu til fjarnáms fyrir íbúa á Tálknafirði. Fyrirmyndin er sótt til Grundarfjarðar, þar sem slík aðstaða hefur verið um nokkurra ára skeið. Aðstaðan á Tálknafirði er í íþróttahúsinu og þar gefst einstaklingum sem stunda fjarnám á framhaldsskólastigi kostur á ADSL-tölvutengingu og aðgangi að tölvu og prentara. Sigríður I. Birgisdóttir viðskiptafræðingur hefur verið nemendum til halds og trausts og veitt aðstoð við námið. MYNDATEXTI: Ánægðir nemendur á Tálknafirði: Í aftari röð eru, frá vinstri, Jónas Snæbjörnsson, Sigríður I. Birgisdóttir, viðskiptafræðingur og leiðbeinandi, Kristinn Marinósson, Hjalti Þ. Heiðarsson og Valdimar Hannesson. Fyrir framan sitja þær Pálína Kr. Hermannsdóttir og Birna Benediktsdóttir. Þegar myndin var tekin Helga Birna Berthelsen fjarverandi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar