Nýr aðflugsstefnusendir á Reykjavíkurflugvelli

Nýr aðflugsstefnusendir á Reykjavíkurflugvelli

Kaupa Í körfu

Flugmálastjórn stefnir á að taka í notkun nýjan ILS-aðflugsstefnusendi á austurenda austur/vestur-brauta Reykjavíkurflugvallar í lok mánaðarins. Heimir Már Pétursson, upplýsingafulltrúi Flugmálastjórnar, segir að ILS-sendarnir séu smíðaðir samkvæmt nýjustu tækni en svipaðir í notkun og þeir gömlu. Gömlu sendarnir hafi hins vegar verið frá árinu 1970 og hafi hreinlega verið úr sér gengnir. Til dæmis hafi verið orðið erfitt um vik að fá varahluti í þá. Því verði nokkur hagræðing með tilkomu nýju sendanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar