Brjóstakrabbamein - hvar stöndum við?

Jim Smart

Brjóstakrabbamein - hvar stöndum við?

Kaupa Í körfu

GÓÐIR möguleikar eru á því að konur sem greinast með brjóstakrabbamein nái bata, en um 1.700 konur sem greinst hafa með brjóstakrabbamein eru nú á lífi og hafa margar þeirra læknast. Þetta kom fram hjá Laufeyju Tryggvadóttur, framkvæmdastjóra krabbameinsskrárinnar, í erindi um faraldsfræði brjóstakrabbameins, sem hún flutti á málþingi sem Samhjálp kvenna hélt í hringsal Landspítala - háskólasjúkrahúss við Hringbraut í gærkvöldi. MYNDATEXTI: Á málþinginu Brjóstakrabbamein - hvar stöndum við? var blómabreiða fremst í salnum þar sem voru 160 bleikar rósir sem tákn um fjölda kvenna sem greindust með brjóstakrabbamein á síðasta ári og 40 hvítar rósir til minningar um konur sem deyja ár hvert úr sjúkdómnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar