Hnúfubakur í netatrossu

Kristján Kristjánsson

Hnúfubakur í netatrossu

Kaupa Í körfu

Hnúfubakur skorinn úr netatrossu á Eyjafirði FULLORÐINN hnúfubakur festist í netatrossu sem þeir frændur Árni Halldórsson og Garðar Níelsson á Gunnari Níelssyni EA, höfðu lagt í Eyjafirði, skammt norðan við Grenivík. Greiðlega gekk að skera hvalinn úr trossunni í gær og sagði Árni að hann hefði verið frelsinu feginn. Árni taldi að hvalurinn hefði fest sig í trossunni daginn áður, eða seinni partinn á mánudag. Hann var orðinn mjög dasaður, sem gerði björgunaraðgerðir allar mun auðveldari. "Það tók hnúfubakinn nokkurn tíma að átta sig eftir við vorum búnir að skera hann lausan. Hann var fastur á sporðinum en við drógum hann að bátnum, þannig að sporðurinn var upp úr sjónum og náðum þannig að skera hann lausan," sagði Árni. MYNDATEXTI: Hnúfubakurinn rennir sér aftur með báti þeirra frænda Garðars Níelssonar og Árna Halldórssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar