Anh-Dao Tran

Anh-Dao Tran

Kaupa Í körfu

kennsluráðgjafi fyrir nokkra grunnskóla í Reykjavík Bls.8 viðtal 20031022 Anh-Dao Tran fæddist í Víetnám árið 1959, kom 16 ára til Bandaríkjanna sem flóttamaður og lauk þar námi með MA-gráðu í kennslufræði heyrnleysingja frá Columbia-háskólanum í New York. Starfaði þar í landi bæði við kennslu heyrnarlausra og að málefnum innflytjenda. Hún flutti til Íslands árið 1984 ásamt eiginmanni sínum, Jónasi Guðmundssyni, fjármálastjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, sem hún kynntist í Bandaríkjunum. Kom hér fyrst í heimsókn árin 1980 og 1981. Saman eiga þau 12 ára dóttur. Anh-Dao hefur víða stundað hér kennslu- og rannsóknarstörf og unnið að málefnum innflytjenda en er nú kennsluráðgjafi fyrir nokkra grunnskóla í Reykjavík, með aðsetur í Háteigsskóla.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar