SUS afhendir fjárlagatillögur

Ásdís Ásgeirsdóttir

SUS afhendir fjárlagatillögur

Kaupa Í körfu

Heimdallur lagði í gær fram tillögur um niðurskurð á útgjöldum ríkissjóðs HÆGT er að skera niður ríkisútgjöld um tæpa 63 milljarða án þess að hreyfa við útgjöldum til heilbrigðis- og menntamála. Þetta er mat Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, sem telja að hægt sé að skera niður um einn milljarð fyrir hvern þingmann sem situr á Alþingi. Heimdellingar kynntu í gær árlegar tillögur félagsins um niðurskurð í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, tók við tillögunum og gullfiski í búri úr höndum Atla Rafns Björnssonar, nýkjörnum formanni Heimdallar. Gullfiskurinn, segja Heimdellingar, að sé táknrænn fyrir gegndarlausa eyðslu, því hann borði stanslaust sé matur í búrinu. MYNDATEXTI: Helgi Hjörvar alþingismaður ræðir við Magnús Stefánsson, formann fjárlaganefndar, og Atla Rafn Björnsson, formann Heimdallar, um tillögurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar