Við höfnina

Þorkell

Við höfnina

Kaupa Í körfu

Veiðafæri íslenzkra fiskiskipa verða sífellt þróaðri og hönnuð með það að markmiði að ná sem mestu af fiski. Flottrollið og síldar- og loðnunótin eru stærstu veiðarfærin. Flottroll eru nú nær eingöngu notuð til veiða á uppsjávarfiski, eins og síld, loðnu og kolmunna, en síld og loðna eru einnig veiddar í nótina. Flottrollið er einnig notað á úthafskarfa, en botntroll á gullkarfa og við veiðar á öðrum botnfiski. Flottrollinn geta verið gríðarlega stór og eru stærstu möskvarnir fremst í trollinu margir tugir metra að lengd. Svo stór eru trollin að opin á þeim eru að flatarmáli eins og nokkrir fótboltavellir og farþegaþota af stærstu gerð gæti auðveldlega komizt inn í trollið. Flækist trollið er því mikið verk að greiða úr flækjunni og getur jafnvel þurft að koma með það í land til að láta laga það. Munurinn á flottrolli og botntrolli er sá, að hið síðarnefnda er dregið alveg niður við botn, en flottrollið er mun ofar í sjónum og er því oft notað við veiðar á síld og loðnu sem stendur of djúpt til nótaveiða.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar