Íslandmót taflfélaga

Íslandmót taflfélaga

Kaupa Í körfu

"ÞAÐ er grafalvarlegt mál þegar eitt félag brýtur meðvitað lög Skáksambandsins," segir Stefán Baldursson, forseti Skáksambands Íslands, en Skákfélagið Hrókurinn tefldi fram ólöglegu liði í þremur af fjórum umferðum í fyrri hluta Íslandsmóts skákfélaga, Flugfélagsmótinu, um helgina. Myndatexti: Liðsmenn A-sveitar taflfélagsins Hellis, stórmeistararnir Sergei Movsesian, Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Jón L. Árnason, en auk þess eru FIDE-meistararnir Björn Þorfinnsson, Sigurður Daði Sigfússon, Sigurbjörn Björnsson og Andri Áss Grétarsson í sveitinni. Hellir er í efsta sæti í Íslandsmóti skákfélaga. ( Á efsta borði A-sveitar taflfélagsins Hellis er stórmeistarinn Sergei Movsesian, á næstu borðum eru íslensku stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson, Helgi Áss Grétarsson og Jón L. Árnason. Á 5-8 borði tefla FIDE meistararnir Björn Þorfinnsson, Sigurður Daði Sigfússon, Sigurbjörn Björnsson og Andri Áss Grétarsson )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar