Menningarmiðstöðin á Hellnum vígð

Guðrún Bergmann

Menningarmiðstöðin á Hellnum vígð

Kaupa Í körfu

Það ríkti mikil spenna og eftirvænting við opnun Menningarmiðstöðvarinnar á Hellnum sl. laugardag. Menn höfðu lagt nótt við nýtan dag til að hafa húsið tilbúið á réttum tíma svo hægt væri að opna fyrsta áfanga Menningarmiðstöðvarinnar, sem hýsa mun gestastofu Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls, upplýsingamiðstöð, ferðaþjónustu á Hellnum, minjagripaverslun, fræðslusal, sýningarsal og veitingasal í komandi framtíð. Myndatexti: Þeir sáu um framkvæmdina Verktaki við byggingu Menningarmiðstöðvarinnar á Hellnum er Jón Pétur Líndal. Réð hann strax í upphafi Ketil Sigurjónsson húsasmíðameistara sem byggingastjóra hússins, en Ketill er búsettur á Hellnum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar