BMW mótorhjól

BMW mótorhjól

Kaupa Í körfu

Reynsluakstur: BMW R 1150 GS Í ÁR eru 80 ár síðan BMW-mótorhjól komu fyrst á markað. Og fyrir rúmum tveimur áratugum skópu BMW-verksmiðjurnar í Bæjaralandi svo að segja nýja gerð mótorhjóls: stórt ferða-enduro-hjól. Það hét þá BMW R80 G/S. Þetta hjól, sem í raun opnaði yfirleitt möguleikann á því að halda í sannkölluð langferðalög á mótorhjóli, hefur verið þróað og betrumbætt í áföngum síðan. Nútímaútgáfan af þessu hjóli, BMW R 1150 GS, hefur um árabil verið mest selda mótorhjól á stærsta mótorhjólamarkaði Evrópu, þ.e. á heimamarkaði BMW í Þýzkalandi. Og unnið samanburðarreynsluakstra í virtustu mótorhjólatímaritum ár eftir ár eftir ár. MYNDATEXTI: Hinn snjalli Paralever-einarmur að aftan, með innbyggðu drifskaftinu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar