Dyttað að báti í Sandgerði

Dyttað að báti í Sandgerði

Kaupa Í körfu

ÓTÍÐ hefur hamlað sjósókn netabáta á Suðurnesjum frá því fyrir helgi en þeir stærstu komust þó á sjó í gær til að leggja netin. Þeir misstu því ekki af miklu, skipverjar á Sigurvin GK frá Sandgerði, þó bátur þeirra hefði verið á þurru landi í nærri vikutíma vegna árlegrar botnskoðunar. Þeir notuðu tækifærið til að dytta að einu og öðru, meðal annars að mála skipsbotninn. Það hefur löngum þótt nokkur kúnst að mála sjólínuna en Svanur Karl Friðjónsson mundaði pensilinn af mikilli list þegar Morgunblaðið var á ferð um Sandgerðishöfn í gær og skipsfélagi hans, Heimir Hansson, dáðist að úr fjarlægð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar