Hreinsar garnir og gerir sperla

Atli Vigfússon

Hreinsar garnir og gerir sperla

Kaupa Í körfu

Heimagerðir sperðlar þykja mikið hnossgæti, enda hefð fyrir þeim víða í sveitum. Núorðið er ekki algengt að fólk noti ekta garnir til sperðlagerðarinnar en það gerir Guðný J. Buch á Einarsstöðum í Reykjahverfi sem vill ekkert annað en kindagarnir sem hún hreinsar sjálf. Hún hakkar ekki hálsæðarnar sem hún notar sem sperðlaefni heldur brytjar hún eins og gert var fyrr á árum, saltar þær og sykrar örlítið. Síðan treður hún í þannig að úr verða langir sperðlar, sem hún svo reykir sjálf. Að fimm til sjö dögum liðnum verður ilmandi sperðlalykt í reykhúsinu hjá henni, en það fer svolítið eftir veðri hve marga daga tekur að reykja.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar