Gámasvæði

Kristján Kristjánsson

Gámasvæði

Kaupa Í körfu

Náttúruverndarnefnd samþykkti á fundi sínum nýlega að beina því til framkvæmdaráðs að hið fyrsta verði hafinn undirbúningur þess að sorphirðugjald heimila taki mið af magni þess úrgangs sem frá þeim kemur. Ingimar Eydal formaður náttúruverndarráðs sagði að hér á landi væri um að ræða nefskatt á hvert heimili og þá skipti fjölskyldustærð eða það magn sem hver íbúð lætur frá sér af sorpi ekki neinu máli. Hann sagði að víða á Norðurlöndum væri búið að þróa leiðir til þess að fólk borgaði sorphirðugjald í samræmi við það magn sem það lætur frá sér. Myndatexti: Oft fjörugtJóhann Emilsson, starfsmaður gámasvæðisins, t.h., tekur á móti sorpi frá Ara Jónssyni. Á gámasvæðinu er sorpið flokkað og sagði Jóhann að oft væri þar mjög líflegt, sérstaklega seinni part dags og um helgar. Gámasvæðið er opið kl. 12.30-18.30 virka daga og kl. 10-16 um helgar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar