Níels Rafn Guðmundsson - Tros ehf.

Níels Rafn Guðmundsson - Tros ehf.

Kaupa Í körfu

Tros ehf. í Sandgerði hefur dafnað vel á undanförnum árum, samhliða vexti í útflutningi á ferskum fiskflökum með flugi Margir eru þeirrar skoðunar að vaxtarbroddur íslenskrar fiskvinnslu liggi í útflutningi á ferskum flökum. ALLT frá því að útflutningur á ferskum fiskflökum hófst hér á landi í lok 8. áratugarins hefur hann aukist nánast stöðugt frá ári til árs. Og ekki að ósekju, á okkar helstu mörkuðum fyrir sjávarafurðir fer áhugi á kældum vörum inn á smásölumarkaðinn vaxandi, einkum í Evrópu. Þá hefur Ísland í raun færst nær mikilvægustu mörkuðum með aukinni tíðni flugferða með fersk fiskflök á undanförnum árum. Tros ehf. í Sandgerði er eitt stærsta sölu- og markaðsfyrirtæki landsins á sviði ferskfisks, annast sölu á nálægt fjórðungi allra ferskra flaka sem flutt eru út frá landinu. MYNDATEXTI: Níels Rafn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Tross ehf. í Sandgerði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar