Barnahús

Jim Smart

Barnahús

Kaupa Í körfu

HÁTT í 700 rannsóknarviðtöl hafa verið tekin í Barnahúsi frá stofnun en það fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir. Að sögn Braga Guðbrandssonar, forstjóra Barnaverndarstofu, var Barnahús stofnað í kjölfar umfangsmikillar rannsóknar á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. "Þar komu í ljós ýmsar brotalamir. Skortur var á sérþekkingu og starfshættir barnaverndarnefnda voru ólíkir. Það vantaði upp á þverfaglega samvinnu og samhæfingu þeirra stofnana sem komu að þessum málum. Börn þurftu að þvælast frá einni stofnun til annarrar og segja söguna sína en það getur verið afar þungbær reynsla," segir Bragi MYNDATEXTI: Ragna Björg Guðbrandsdóttir, starfsmaður Barnahúss, Bragi Guðbrandsson og Vigdís Erlendsdóttir forstöðumaður í Barnahúsi í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar