Sendiherra Frakklands

Þorkell Þorkelsson

Sendiherra Frakklands

Kaupa Í körfu

SENDIHERRA Frakklands á Íslandi, Louis Bardollet, lagði í gær, föstudag, blómsveig að minnisvarða franskra sjómanna í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Íslendingar reistu minnisvarðann árið 1952 til að heiðra minningu þeirra fjölmörgu frönsku sjómanna sem sigldu á Íslandsmið á skútum sínum um áratuga skeið en margir þeirra áttu ekki afturkvæmt. Fyrir miðja síðustu öld, þegar trékrossar á leiðum frönsku sjómannanna tóku að týna tölunni, var þeim safnað saman og minnisvarðinn reistur en frumkvæði að því átti Sveinn Björnsson, fyrsti forseti lýðveldisins. Á myndinni má sjá Louis Bardollet, sendiherra Frakklands á Íslandi, leggja blómsveiginn að minnisvarða franskra sjómanna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar