ÍMARK

Árni Torfason

ÍMARK

Kaupa Í körfu

FLUGFÉLAG Íslands var í gær valið markaðsfyrirtæki ársins 2003 og Magnús Scheving markaðsmaður ársins 2002 af ÍMARK, félagi íslensks markaðsfólks. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaun. Í ræðu sinni sagði Björn Víglundsson, formaður ÍMARK, að Flugfélagi Íslands hefði "verið breytt úr deyjandi risaeðlu í arðbært og lifandi þjónustufyrirtæki." Auk Flugfélags Íslands voru Medcare Flaga og Nikita tilnefnd. Á myndinni sjást Rúnar Ómarsson hjá Nikita, Jón Karl Ólafsson Flugfélagi Íslands, Magnús Scheving, forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímson og Böðvar Þórisson Medcare Flögu á Hótel Sögu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar