Hvað er heimsminjaskrá UNESCO

Jim Smart

Hvað er heimsminjaskrá UNESCO

Kaupa Í körfu

SÝNINGIN "Hvað er heimsminjaskrá UNESCO?" verður opnuð í dag í Þjóðmenningarhúsinu kl. 16. Að sýningunni standa Þjóðminjasafn Íslands, sem annast sýningarstjórn, Þjóðmenningarhúsið, Þingvallanefnd, Umhverfisstofnun, Náttúrufræðistofnun Íslands, Landmælingar Íslands, Húsafriðunarnefnd ríkisins, Fornleifavernd ríkisins og Örnefnastofnun Íslands. Á sýningunni er heimsminjaskrá UNESCO kynnt auk þess sem fjallað verður um tilnefningu Þingvalla og væntanlega tilnefningu Skaftafells á heimsminjaskrá. Það er Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður og formaður Samráðsnefndar um samning UNESCO um menningar- og náttúruarfleifð heimsins frá 1972 sem opnar sýninguna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar