Formannaskipti LÍÚ

Formannaskipti LÍÚ

Kaupa Í körfu

ÞETTA verður vafalaust afskaplega skemmtilegt verkefni. Ég tek við af afar sterkum leiðtoga og að því leytinu til gæti þetta orðið erfitt, en einnig verða nokkrar breytingar á frá því sem verið hefur. Það verður ekki eins viðamikið og áður," segir Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður stjórnar LÍÚ. Björgólfur tekur við formennsku af Kristjáni Ragnarssyni, sem gegnt hafði henni í 33 ár. Björgólfur segir að markmið sitt sé að gera sitt bezta, ásamt öðrum útgerðarmönnum, til að halda áfram að efla og styrkja LÍÚ og halda samtökunum á þeirri sporbraut sem Kristján Ragnarsson hafi markað þeim. Auk Björgólfs voru kjörnir í stjórn LÍÚ þeir Elfar Aðalsteinsson, Ólafur Marteinsson, Ólafur Rögnvaldsson, Sigurður Bjarnason og Þorsteinn Erlingsson. MYNDATEXTI: Björgólfur Jóhannsson, nýkjörinn formaður LÍÚ, og Kristján Ragnarsson, fráfarandi formaður samtakanna, á aðalfundi LÍÚ í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar