Blaðskeytabandalagið

Blaðskeytabandalagið

Kaupa Í körfu

FYRIR skömmu færði Magnús Pétursson Morgunblaðinu fundargerðarbók Blaðskeytabandalagsins með stofnsamningi bandalagsins, fundargerðum frá 1907 og 1908, og bréfum til Ritzau-fréttastofunnar. Magnús er sonur Péturs Ólafssonar, blaðamanns á Morgunblaðinu og síðar forstjóra Ísafoldarprentsmiðju, en hann var sonur Ólafs Björnssonar, stofnanda Morgunblaðsins. Faðir hans var Björn Jónsson í Ísafold, ritstjóri og ráðherra, og formaður Blaðskeytabandalagsins, sem var stofnað 1906 og var annað tveggja félaga, sem íslenzkir ritstjórar stofnuðu um fréttaskeyti erlendis frá. MYNDATEXTI: Fundargerðabók bandalagsins, þar sem í eru líka stofnsamningur þess og samningur við Akureyrarblöðin, auk afrita af bréfum, þar sem Ritzau-fréttastofan er tekin á beinið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar