Landsfundur Samfylkingarinnar

Landsfundur Samfylkingarinnar

Kaupa Í körfu

SKIPTAR skoðanir voru um kosti Evrópusambandsaðildar á málstofu á landsfundi Samfylkingarinnar á föstudagskvöld sem bar yfirskriftina Átökin um Evrópusamrunann. Veltu menn því m.a. fyrir sér í umræðunum hvers vegna þjóðirnar í Norður-Evrópu virtust vera meira tvístígandi í afstöðu sinni til sambandsins en aðrar, en þar var m.a. verið að vísa til nýlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu í Svíþjóð, þar sem mikill meirihluti kjósenda lýsti sig mótfallinn því að taka upp evruna, sameiginlegan gjaldmiðil ESB. MYNDATEXTI: Eftir að málshefjendurnir þrír höfðu lokið máli sínu í málstofu landsfundarins um Evrópusamrunann voru almennar umræður.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar