Kárahnjúkavirkjun

Steinunn Ásmundsdóttir

Kárahnjúkavirkjun

Kaupa Í körfu

Það er snarbratt niður og ógnvænlegt á að líta þegar staðið er í efsta sneiðingnum í Kárahnjúknum og horft niður í Jöklu. Handan ár iðar meginvinnusvæði virkjunarinnar af stórvirkum, gulum vinnuvélum og blá- og appelsínugulklæddum verkamönnum sem hífa, moka, aka, bakka, slaka, sjóða, bora, skrúfa og sitthvað fleira svo hundruðum skiptir á gljúfrasillum. Yfir þennan aragrúa horfir Stefán Guðnason, öryggisfulltrúi Landsvirkjunar, og athugar í kjölfarið hvort menn gæta fyllsta öryggis á vinnusvæðinu. Minnir menn á að nota hjálmana, fylgja öryggisreglum í hvívetna og pantar grindverk utan í bröttustu sneiðingana á vegslóðum sem mynda orðið flókið leiðanet á vesturbakkanum. Mannlífið á vinnusvæðinu er fjölbreytt og fólk af yfir 20 þjóðernum er þar við störf. Í vikubyrjun tók skóli til starfa á svæðinu og eru átta börn við nám í skólanum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar