Vinátta

Helgi Bjarnason

Vinátta

Kaupa Í körfu

Hestarnir tóku ungum Skagfirðingi, Loga Má Birgissyni, fagnandi þegar hann fór út á tún heima hjá sér til að gefa þeim brauð. Skagafirði | Hestarnir tóku ungum Skagfirðingi, Loga Má Birgissyni, fagnandi þegar hann fór út á tún heima hjá sér til að gefa þeim brauð. Fannst honum ástæða til að færa hestunum aukabita þegar hann sá þá kroppa í snjófölinni sem lá yfir túninu eftir fyrsta alvöru vetrarveðrið. Blesa gekk mest fram í brauðátinu en Skjóni, Geirmundar-Brúnn og Lilla-Rut sóttu einnig sinn skerf. Hundurinn Rex reyndi að ná sér í sneið við lítinn fögnuð Loga sem taldi að hann hefði nóg að bíta og brenna heima í bænum í Valagerði. Þegar brauðið var búið fékk Blesa klapp enda var eins og blessuð skepnan skildi, Loga bæn, því háls og eyru reisti, svo vitnað sé í hestavísur Gríms Thomsens, örlítið stílfærðar. MYNDATEXTI: Einn útundan: Hundurinn Rex taldi sig eiga rétt á bita eins og aðrir en sætti sig við höfnunina.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar