Jónas Stefánsson og Aðalgeir Jónasson

Atli Vigfússon

Jónas Stefánsson og Aðalgeir Jónasson

Kaupa Í körfu

Ending fólks til þess að sinna starfi sínu er mjög misjöfn og margir verða fegnir þegar þeir fara á eftirlaun og fá þá tíma til annars en að stunda vinnuna. Athygli hefur vakið að þeir sem stunda sauðfjárbúskap halda lengi áhuga á sínu starfi enda mikil hollusta í útiverunni og hreyfing sem felst í því að ganga til verka. Einn þessara manna sem enst hefur ótrúlega vel er Jónas Stefánsson bóndi á Stóru-Laugum í Reykjadal en hann er fæddur árið 1909 og því á nítugasta og fimmta aldursári. Hann er enn að, býr einn með nokkrar kindur og heldur heimili. Samkvæmt íbúaskránni er hann elstur manna í Þingeyjarsveit og kann hann frá mörgu að segja af bústörfum sínum auk þess sem hann var bílstjóri í meira en fimmtíu ár með búskapnum. Hann er heilsuhraustur og bjartsýnn á framtíðina og telur að kjör bændafólks eigi eftir að lagast þannig að sveitirnar fyllist af fólki. MYNDATEXTI: Jónas Stefánsson á Stóru-Laugum og Aðalgeir Jónasson, sonur hans, við útihúsin.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar