Tónlistarskóli Borgarfjarðar

Tónlistarskóli Borgarfjarðar

Kaupa Í körfu

Tónlistarskóli Borgarfjarðar hefur eignast húsið við Borgarbraut 23 sem áður hýsti Borgarnessapótek, en síðasti eigandi var Lyfja hf. Skrifað var undir kaupsamning á húseiginni sl. föstudag og lyklar afhentir um leið. Þetta eru merk tímamót í sögu skólans sem hefur frá upphafi verið á húsnæðishrakhólum. Tónlistarskólinn var stofnaður 7. september árið 1967 og sveitarfélög að honum eru Borgarbyggð, Borgarfjarðarsveit, Hvítársíðan og Skorradalshreppur. MYNDATEXTI: Skrifað undir kaupsamninginn: Frá vinstri Þórir Páll Guðjónsson, formaður skólanefndar tónlistarskólans, Ingi Guðjónsson frá Lyfju og Theodóra Þorsteinsdóttir skólastjóri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar