Torfi Lárus og Ísak hlusta á sögu

Guðrún Vala Elísdóttir

Torfi Lárus og Ísak hlusta á sögu

Kaupa Í körfu

LÍFIÐ hefur ekki alltaf verið auðvelt fyrir Torfa Lárus Kárason, sex ára grunnskólanema í Borgarnesi, en hann glímir við afar sjaldgæfa fötlun sem lýsir sér með ofvexti í sogæðum sem veldur bólgum í vefjum sem þenjast út. Torfi hefur farið í þrjár stórar aðgerðir til Bandaríkjanna, og til stendur að hann fari í þá fjórðu fljótlega. Einnig hefur hann farið í fjölmargar aðgerðir hér á landi, og hefur samtals verið svæfður í yfir 100 klukkustundir. Nú stendur yfir landssöfnun á vegum Sjónarhóls, fyrstu ráðgjafarmiðstöðvar Íslendinga fyrir aðstandendur barna sem stríða við langvarandi veikindi, fötlun, þroskahömlun eða önnur þroskafrávik. Söfnunin nær hámarki á laugardag með tveggja klukkustunda dagskrá í Sjónvarpinu. MYNDATEXTI: Torfi Lárus Kárason hlustar á sögu í skólanum ásamt vini sínum og skólafélaga, Ísak Sigfússyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar