40 ára afmæli Sjallans

Kristján Kristjánsson

40 ára afmæli Sjallans

Kaupa Í körfu

Stefán Gunnlaugsson lærði til þjóns í Sjallanum fyrir 40 árum "Þetta var skemmtilegur tími og oft mikið að gera," segir Stefán Gunnlaugsson, veitingamaður á Akureyri, en hann lét sig ekki vanta í 40 ára afmælisfagnað hins fornfræga Sjalla um liðna helgi. Stefán, Stebbi Gull, eins og hann jafnan er kallaður, hóf kornungur að læra til þjóns í Sjallanum eða sama ár og opnað var, 1963. MYNDATEXTI: Húsfyllir var í Sjallanum á 40 ára afmælishátíð staðarins og mikil stemmning. Gestir tóku virkan þátt í dansi og söng. Stefán Gunnlaugsson veitingamaður á Bautanum byrjaði að vinna í Sjallanum þegar staðurinn var opnaður árið 1963. Hann lærði þar til þjóns og vann á staðnum í 13 ár. Stefán lét sig ekki vanta í afmælið og er hér fremst á myndinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar