Messías - Kór Langholtskirkju á æfingu

Jim Smart

Messías - Kór Langholtskirkju á æfingu

Kaupa Í körfu

KÓR Langholtskirkju æfir nú Messías eftir Handel. Tónleikarnir verða á degi heilagrar Sesselju, verndara tónlistarinnar, hinn 20. nóvember nk. í Langholtskirkju, en sá dagur er haldinn hátíðlegur sem dagur tónlistarinnar á Íslandi. Í tilefni 50 ára afmælis kórsins taka nú margir fyrrverandi félagar þátt í flutningnum, samtals milli 130 og 140 manns. Kórinn hefur æft verkið sex sinnum og flutt á 22 tónleikum m.a. 5 sinnum í Ísrael 1989. Einsöngvararnir eru úr þeim stóra hópi sem byrjað hafa sinn feril með kórnum, en þeir eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Þóra Einarsdóttir sópranar, Marta Hrafnsdóttir alt, Björn I. Jónsson tenór og Bergþór Pálsson og Viðar Gunnarsson bassar. Tónleikarnir eru haldnir í samvinnu við Sinfóníuhljómsveit Íslands og stjórnandi er Jón Stefánsson. Miðasala er hafin í Langholtskirkju og hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. MYNDATEXTI. Jón Stefánsson æfir 130 raddir sem flytja munu Messías í Langholtskirkju.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar