Aðalstræti - Túngata

Sverrir Vilhelmsson

Aðalstræti - Túngata

Kaupa Í körfu

Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi og formaður menningarmálanefndar Reykjavíkur, sagði að nákvæmlega ekkert pukur væri í kringum fornleifarannsóknina í Aðalstræti þar sem hótel á að rísa. Fór hann ítarlega yfir framkvæmdina á borgarstjórnarfundi á fimmtudaginn og sagði fullkomlega eðlilega að henni staðið. Stór orð sjálfstæðismanna um hneyksli, ófagleg vinnubrögð og vanvirðingu við þjóðargersemar hefðu betur verið ósögð. "Vinnubrögð við fornleifarannsóknina hafa í alla staði verið vönduð og í víðtæku samráði og samstarfi allmargra sérfræðinga og stofnana. Umræða fagmanna um meðferð rústarinnar er ekki pukur heldur alvarleg og vönduð aðferð við að varðveita menningarminjarnar sem allra best," sagði Stefán Jón MYNDATEXTI: Unnið við byggingu hótels á mótum Túngötu og Aðalstrætis í gærdag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar