Nýr leikvöllur

Margret Ísaksdóttir

Nýr leikvöllur

Kaupa Í körfu

Fyrsta áfanga nýs leikvallar við grunnskólann er lokið. Búið er að leggja hellur, tyrfa og setja upp leiktæki fyrir yngsta aldurshópinn. Leiktækin eru ekki alveg hefðbundin en samt hægt að kalla þau gömlu góðu nöfnunum eins og róla og vegasalt. Vegasaltið er þeim kostum búið að það fer bæði upp og niður og í hring. Það eru því þó nokkrir sem hafa fengið kúlu á höfuðið og sumum jafnvel orðið óglatt. Núna eru flestir búnir að læra inn á nýju tækin og orðnir færir í að leika sér, þannig að byrjunarörðugleikar heyra fortíðinni til. Krakkarnir eru alsæl og segja að leikvöllurinn sé skemmtilegri en sá gamli, sem var orðinn ansi lúinn.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar