Mávastellið

Jim Smart

Mávastellið

Kaupa Í körfu

MÁVURINN þykir ekki fegurstur fugla og raunar má segja að í íslensku fiskimannasamfélagi hafi hann frekar verið talinn til óþurftar en yndisauka. Engum manni dettur í hug að leggja sér mávinn til munns, en engu að síður hefur hann ratað á krásum hlaðin matarborð víða um heim, í listrænni hönnun mávastellsins svokallaða. Danska listhönnunarfyrirtækið Bing & Gröndahl hóf framleiðslu á mávastelli skömmu fyrir aldamótin 1900, og sú saga hefur komist á kreik að mávurinn hafi verið settur inn í mynstrið sérstaklega fyrir íslenskan markað. Það hefur ekki fengist staðfest, enda margt sem bendir til að mávurinn hafi farið víðar en til Íslands. Hitt er víst, að mávastell hafa alla tíð notið mikillar virðingar og vinsælda hér á landi. MYNDATEXTI: Ekki er lengur til siðs að bjóða fólki upp á vindlinga í matarboðum. Sígarettuboxið má því nota fyrir tannstöngla og öskubakkann má nota undir eitt og annað smávægilegt.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar