Jóhann Hjálmarsson

Jóhann Hjálmarsson

Kaupa Í körfu

Það er ákveðið baksvið í þessari bók sem er veikindi þín undanfarin misseri, þú fékkst blóðtappa í heila og greindist stuttu seinna með krabbamein. Veikindin hafa greinilega sett mark á skáldskapinn. Það eru nokkur ljóð fremst í bókinni ort fyrir veikindin en síðan kemur strax í þriðja hluta hennar ljóðið Ferð sem er ort af manni sem hefur fengið heilaáfall eða blóðtappa í heila. Hann freistar þess að lýsa þeirri reynslu í ljóðinu. Framarlega í því er talað um sjúkrahúsvist og maðurinn er að skrifa niður hugsanir sínar þar. Fyrst í stað hafði hann ekki getað skrifað. Áfallið var það mikið að hann hafði gleymt ýmsu sem gerðist. Það sem hann man kemur fram í ljóðinu."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar