Grænlandsflug

Kristján Kristjánsson

Grænlandsflug

Kaupa Í körfu

"ÞETTA eru klárlega mikil vonbrigði og ég held þessi tíðindi hafi komið flatt upp á alla hér," sagði Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, um þá ákvörðun stjórnar Air Greenland að hætta flugi milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Síðasta ferðin verður 1. desember næstkomandi, en áætlunarflugið milli þessarar áfangastaða hófst í lok apríl á þessu ári. Flogið hefur verið milli staðanna tvisvar í viku "Væntingar sem Air Greenland gerði til þessa áætlunarflugs hafa ekki gengið eftir, hvorki í fjölda farþega né fragtflutningum. Einnig er sýnt að á næsta ári mun samkeppni í flugi milli Íslands og Danmerkur aukast," segir í frétt frá Grænlandsflugi. MYNDATEXTI: Upphafið: Farþegar í fyrstu áætlunarferð Grænlandsflugs milli Kaupmannahafnar og Akueyrar ganga frá borði. Á meðal farþega var Valgerður Sverrisdóttir ráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar