Politica-fundur

Jim Smart

Politica-fundur

Kaupa Í körfu

Forstöðumaður fréttasviðs RÚV gagnrýnir umfjöllun gegn greiðslu á fundi ÞAÐ þarf að draga skýra línu á milli fréttaefnis og auglýsinga, sagði Bogi Ágústsson, forstöðumaður fréttasviðs Ríkisútvarpsins, á fundi sem Politica, félag stjórnmálafræðinema, hélt í Háskóla Íslands í gær. "Mér ógnar það sem ég heyrði í gær og það sem ég heyri í dag, það að það sé verið að bjóða mönnum að koma í umræður eða umfjöllun gegn greiðslu," sagði Bogi, og vísaði þar til fréttar um að bókaútgefendum hefði verið boðin góð umræða gegn greiðslu í þættinum Ísland í dag á Stöð 2, eins og greint var frá í Morgunblaðinu á miðvikudag. MYNDATEXTI: Bogi: "Mikilvægt að hafa skýr skil milli auglýsinga og ritstjórnarefnis."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar