Hrútar frá Vestmannaeyjum

Jón H Sigurmundsson

Hrútar frá Vestmannaeyjum

Kaupa Í körfu

LÖGREGLAN í Vestmannaeyjum afhenti á föstudag starfsmönnum Tilraunastöðvar Háskóla Íslands á Keldum þrjá hrúta við hafnarbakkann í Þorlákshöfn. Hrútarnir voru fluttir frá Eyjum með Herjólfi en grunur leikur á að tveir þeirra hafi verið fluttir með ólöglegum hætti til Eyja. Standa vonir til þess að með þessu hafi verið hægt að koma í veg fyrir að sjúkdómar berist í fé í Eyjum og bjarga um leið einstökum stofni fjár- og tómstundabænda í Eyjum, að því er fram kemur á fréttavefnum eyjafrettir.is. MYNDATEXTI: Hrútarnir þrír komnir til Þorlákshafnar frá Eyjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar