Ráðagerði

Ásdís Ásgeirsdóttir

Ráðagerði

Kaupa Í körfu

Árið 1703 var Ráðagerði hjáleiga frá Nesi með litlum túnbletti sem fóðra mátti 2 kýr. Segir svo í Seltirningabók eftir Heimi Þorleifsson "Túnið var talið 2 dagsláttur hálfri öld seinna, 1755. Þá taldist Ráðagerði í tölu fjögurra betri hjáleigna frá Nesi." Eins og gefur að skilja hafa margir ábúendur verið í Ráðagerði frá 1703. Það ár bjuggu þar hjónin Hildibrandur Jónsson og Guðný Þiðriksdóttir. Leigan var greidd í smjöri og fiski. Því miður er ekki pláss í þessari grein til þess að telja upp alla ábúendur í Ráðagerði en þeir sem hafa áhuga á að lesa um þá er bent á Seltirningabók. Þar er mjög greinargóð frásögn um ábúendur. Húsið í Ráðagerði var byggt á árunum milli 1880 og 1885. Því miður hefur ekki tekist að finna nákvæmt ártal um byggingu þess. Það er byggt úr bindingi, hæð og ris á hlöðnum kjallara. Grunnflötur þess er í kringum 75 ferm. MYNDATEXTI: Gömlu bitarnir í loftinu setja svip á hið nýja eldhús í endurnýjuðu Ráðagerði.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar