Yana og Vladimir frá Rússlandi

Þorkell Þorkelsson

Yana og Vladimir frá Rússlandi

Kaupa Í körfu

HJÓN frá Síberíu komu hingað til lands snemma á árinu til að taka þátt í undirbúningi ráðstefnu um upplýsinga- og samgöngutækni á norðurslóðum, sem fram fór á Akureyri seint í október. Þau segja margt sameiginlegt með Íslendingum og íbúum á sínum heimaslóðum. Dr. Vladimir Vasiliec og Yana Alexandrova eru frá Sakha-lýðveldinu í Jakútíu í Rússlandi, þar sem þau vinna fyrir Alþjóðasamtök fylkja og landsvæða á norðurhveli (the Northern Forum). Þeim var boðið að koma hingað til lands til að vinna með Íslendingum, sem fara með formennsku í Norðurskautsráðinu um þessar mundir, til að vinna að undirbúningi ráðstefnu um upplýsinga- og samskiptatækni í tengslum við nám og læknisstörf á norðurslóðum. MYNDATEXTI: Yana og Vladimir segja það mikla lífsreynslu að vinna hér á landi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar