Hjá rakaranum

Ragnar Axelsson

Hjá rakaranum

Kaupa Í körfu

Á hverjum degi eru helstu þjóðlífsmálin efst á baugi á rakarastofum landsins. Menn þreytast aldrei á að heyra fréttir úr daglega lífinu en ungi maðurinn í rakarastólnum hjá Hinriki Haraldssyni á Akranesi hafði meiri áhyggjur af því að fá ekki hár í augun er hinn reyndi hárskeri lagði lokahönd á það sem þó er tæpast jólaklippingin. Litli skúrinn við Vesturgötuna lætur ekki mikið yfir sér en ávallt er eitthvað í fréttum hjá viðskiptavinum enda var fyrsta símstöð bæjarins í þessu húsnæði á sínum tíma og upplýsingaflæðið er enn til staðar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar