Jón S. Guðmundsson og Tómas Ingi Olrich

Þorkell Þorkelsson

Jón S. Guðmundsson og Tómas Ingi Olrich

Kaupa Í körfu

Jón S. Guðmundsson, íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík, hlaut í gær verðlaun Jónasar Hallgrímssonar á Degi íslenskrar tungu. Verðlaunin nema 500 þúsund krónum ásamt ritsafni Jónasar Hallgrímssonar í hátíðarbandi. Jón S. Guðmundsson var íslenskukennari við Menntaskólann í Reykjavík í hálfa öld en tíu ár eru nú liðin frá því hann hætti kennslu vegna aldurs. "Verðlaun Jónas Hallgrímssonar eru heiðursverðlaun til einstaklinga sem hafa með sérstökum hætti unnið íslenskri tungu gagn í ræðu og riti, með skáldskap, fræðistörfum eða kennslu og stuðlað að eflingu tungunnar, framgangi hennar og miðlun verðmæta til nýrra kynslóða," sagði Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra er hann afhenti Jóni S. Guðmundssyni verðlaunin. MYNDATEXTI: Jón S. Guðmundsson tekur við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar úr hendi Tómasar Inga Olrich.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar