Bikarkeppni Sundsambands Íslands

Bikarkeppni Sundsambands Íslands

Kaupa Í körfu

SÓL, sól skín á mig kölluðu keppendur á bikarkeppni Sundsambands Íslands er langt var liðið á keppnina í gær og aðeins boðsundin eftir á dagskrá dagsins. Þrátt fyrir yfirburði Íþróttabandalags Reykjanesbæjar, ÍBR, var sem hvert sundtak réði úrslitum. Slíkur var hávaðinn og var stemmningin líkari því sem gerist á enskum knattspyrnuvöllum. MYNDATEXTI: Hendur á lofti, hróp og köll! Það gekk mikið á á lokasprettinum í bikarkeppninni í sundi og var hvergi slegið af í boðsundunum í lauginni. Á laugarbakkanum var fjölmennt stuðningslið.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar