Surtseyarfélagið 40 ára

Þorkell Þorkelsson

Surtseyarfélagið 40 ára

Kaupa Í körfu

Surtseyjarfélagið hélt hátíðarfund sinn á fertugsafmæli Surtseyjar hinn 14. nóvember sl. Við það tilefni afhenti Steingrímur Hermannsson, formaður félagsins, sem er lengst til vinstri á myndinni, sex vísindamönnum heiðursskjöl fyrir að hafa stundað rannsóknir á Surtsey árum saman. Þeir sem fengu viðurkenningu eru frá vinstri á myndinni: Dr. Guðmundur E. Sigvaldason jarðefnafræðingur, prof. John O. Norrman landmótunarfræðingur, frá Svíþjóð, dr. Sturla Friðriksson plöntuerfðafræðingur, Aðalsteinn Sigurðsson sjávarlíffræðingur og Eyþór Einarsson grasafræðingur. Dr. Sigurður Jónsson þörungafræðingur hlaut jafnframt heiðursskjal en hann gat ekki verið viðstaddur athöfnina þar sem hann býr í París.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar