HK - Drott 15:23

Brynjar Gauti

HK - Drott 15:23

Kaupa Í körfu

HK skorti herslumuninn til að slá sænska liðið Drott úr leik í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í Digranesi á laugardaginn. HK þurfti að vinna upp sex marka mun eftir tap í Halmstad, 31:26, og þegar 11 mínútur voru eftir af leiknum hafði HK-mönnum tekist það þegar þeir komust í 22:16. En þá var eins og ákveðið spennufall gerði vart við sig í herbúðum liðsins, Svíarnir gengu á lagið og sluppu með tveggja marka tap, 25:23. MYNDATEXTI: Alexander Arnarson, línumaður HK, freistar þess að komast framhjá varnarmönnum Drott sem gáfu ekkert eftir. ( HK - Drott Evrópukeppni bikarhafa HK vann Drott frá Svíþjóð, 25:23, í síðari leik liðanna í Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik sem fram fór í Digranesi. Þrátt fyrir sigurinn þá er HK úr leik þar sem Svíarnir unnu fyrri leikinn með sex marka mun, 31:25, og samtals með fjögurra marka mun í leikjunum tveimur, 54:50. )

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar